• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Monterey – Time Passing Time

  • Birt: 03/12/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitin Monterey hefur sent frá sér sína fyrstu plötu og ber hún heitið Time Passing Time. Monterey, sem m.a. er ættuð úr Breiðholti, kom fyrst fram árið 2007 undir nafninu April og hefur verið starfandi síðan með hléum og nokkrum mannabreytingum. Í fyrra var nafninu formlega breytt í Monterey, og var það gert í höfuðið á smábæ í Kaliforníu þar sem margar flottar tónlistarhátíðir hafa verið haldnar, sú frægasta sennilega Monterey Pop Festival 1967.

Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason sem syngur og spilar á gítar og með honum í bandinu í dag eru Andri Geir Árnason á trommur, Arnar Ingi Hreiðarsson á bassa og Baldur Sívertsen á gítar.

Tónlist Monterey mætti lýsa sem hugljúfri og fallegri poppmúsik undir sterkum áhrifum frá síðbítlarokki sjöunda og áttunda áratugarins, en þó telur sveitin að músikin sé sniðin að hugarheimi tuttugustu og fyrstu aldar mannsins. Hljómplatan var hljóðrituð hér og þar í Reykjavík á árunum 2011-2012 og gefa strákarnir plötuna út sjálfir. Mix og mastering var í höndum Ebergs.

Leave a Reply