• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Asonat – Forever We Ran EP

  • Birt: 05/12/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Rafsveitin Asonat gaf í gær út stuttskífuna Forever We Ran. Asonat er samvinnuverkefni tveggja reynslubolta í raftónlistarsenunni. Annars vegar er það Jónas Þór Guðmundsson, sem hefur verið best þekktur í undirheimum raftónlistarinnar undir dulnefninu Ruxpin og hins vegar Fannar Ásgrímsson, sem er annar helmingur rafpoppsveitarinnar Plastik Joy. Á stuttskífunni njóta þeir aðstoðar frönsku söngkonunnar Oléna Simon, en hún var einnig tíður gestur á breiðskífu sveitarinnar Love in Times of Repetition sem út kom fyrr á árinu. Bandaríska útgáfufyrirtækið n5MD sér um útgáfuna, en báðir fastir meðlimir Asonat hafa gefið út sínar síðustu breiðskífur þar.

Asonat – Rökkurró

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

www.n5md.comwww.facebook.com/asonatmusic | www.soundcloud.com/asonat

Leave a Reply