Pétur Ben gefur út plötuna God’s Lonely Man

Pétur Ben hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, God’s Lonely Man. Rúm fjögur ár eru liðin frá því að Pétur sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu Wine for my weakness, en hún vann meðal annars til Íslenski tónlistarverðlaunanna árið 2008. Pétur gefur sjáfur út God’s Lonely Man og fór hann heldur óhefbundna leið til að fjármagna gerð hennar. Platan var fjármögnum í gegnum Karolina sjóðinn, En þar gafst fólki víðsvegar um heim tækifæri til að leggja sitt af mörkum til að aðstoða við útgáfuna.

Pétur hefur undafarin ár unnið með fjölda tónlistarmann bæði sem samverkamaður og upptökustjóri. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir þrjár kvikmyndir ásamt því að vinna þess á milli að gerð God’s Lonely Man.

Fimmtudaginn 6 desember kemur Pétur fram á tónleikum á Gamla Gauknum ásamt Oyama og Láru Rúnars. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan hálf ellefu og er miðverð litlar 1500kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.