IMMO sendir frá sér Barcelona

IMMO, sem gefið hefur út tvær plötur með Original Melody, gefur nú út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Barcelona en hún kemur í búðir 14.desember næstkomandi. Titillag plötunnar fjallar um afdrifaríkt atvik sem átti sér stað í Barcelona þegar ókunnugur maður beit neðri vör rapparans af.

Á plötunni fær IMMO góða gesti í lið með sér. Retro Stefson bræðurnir, Unnsteinn og Logi, koma við sögu í sitthvoru laginu þar sem þeir sýna á sér skemmtilega hlið. Söngkonan Valborg Ólafsdóttir (The Lovely Lion) syngur í lagi þar sem IMMO fjallar um hvernig hann tekst á við þær afleiðingar Barcelona atviksins. Þá slær IMMO á létta strengi með Friðriki Dór en á plötunni má einnig finna bandarískan rappara að nafni LO, Opee og söngvarana Þorstein Kára og Jason Nemor. Öll lög plötunnar eru pródúseruð af Fonetik Simbol, nema eitt, þar sem Logi úr Retro Stefson leysir Fonetik af.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.