Kraumslistinn – Úrvalslisti 2012 tilkynntur

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en í næstu viku kemur í ljós hvaða 5 – 6 plötur af þessum tuttugu munu skipa Kraumslistann 2012. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Framkvæmd Kraumslistans 2012 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt Árna Matthíassyni: Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, Guðni Tómasson, Egill Harðar, Helena Þrastardóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson og Trausti Júlíusson.

Úrvalslisti Kraums 2012 – listinn er birtur í stafrófsröð:

 • adhd – adhd4
 • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
 • Borko – Born To Be Free
 • Davíð Þór Jónsson – Improvised Piano Works 1
 • Duo Harpverk – Greenhouse Sessions
 • Futuregrapher – LP
 • Ghostigital – Division of Culture & Tourism
 • Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen – Stafnbúi
 • Hjaltalín – Enter 4
 • Moses Hightower – Önnur Mósebók
 • Muck – Slaves
 • Nóra – Himinbrim
 • Ojba Rasta – Ojba Rasta
 • Pascal Pinon – Twosomeness
 • Pétur Ben – God’s Lonely Man
 • Retro Stefson – Retro Stefson
 • Sin Fang – Half Dreams EP
 • The Heavy Experience – Slowscope
 • Tilbury – Exorcise
 • Þórir Georg – I Will Die and You Will Die and it Will be Alright

Tilkynnt verður hvaða plötur vinna sér sæti á Kraumslistanum miðvikudaginn 19. desember.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.