Fjandinn Metalfest 14. og 15. desember

Um miðjan desember verður boðið upp á sannkallaða veislu fyrir rokkþyrsta íslendinga þegar til landsins mæta frönsku þungarokkssveitirnar L’ESPRIT DU CLAN og HANGMAN’S CHAIR.

Er hátíð þessi hugarfóstur Íslandsvinarins Kalchat sem hefur skipulagt hana síðan 2007. Vinnur hann hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem þykir me þeim stærri í bransanum og sér m.a. um að bóka tónleika fyrir sveitir eins og: Napalm Death, Entombed, Hatebreed, Sepultura og Brutal Truth, ýmist í Frakklandi eða út um alla Evrópu.

Hefur hátíðin ferðast um allt Frakkland og er nú komið að því að halda hana á Íslandi en hátíðin er tveggja daga hátíð þar sem fyrri dagurinn fer fram 14. des á Gauki á Stöng í Reykjavík, og sá seinni á Græna Hattinum á Akureyri 15. des.

Risastór hópur af vinahópi Kalchat mætir hingað með honum (við erum að tala um nokkra tugi manna) og hér verður mikið partý og rokk og metalhausum landsins er boðið til veislu. Miðaverði er stillt í algjört hóf miðað við umfang.

Lænöppið fyrir kvöldin er sem hér segir:

Reykjavík

 • L’ESPRIT DU CLAN
 • HANGMAN’S CHAIR
 • MOMENTUM
 • DIMMA
 • ANGIST
 • MOLDUN
 • OPHIDIAN I
 • ásamt DJ KIDDA ROKK

Akureyri

 • L’ESPRIT DU CLAN
 • HANGMAN’S CHAIR
 • MOMENTUM
 • SKURK

Miðaverð: 1.500 í Reykjavík / 2.000 á Akureyri
Aldurstakmark: 18 ára
Húsin opna kl. 20:00 en lætin hefjast kl. 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.