Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk

ylir

ylir

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur hafið umsóknarferli sitt fyrir verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2013.

Umsóknarferlið er opið fyrir tónlistarmenn, hljómsveitir, hópa og félagasamtök. Stjórn sjóðsins vill hvetja tónlistarmenn, sem og aðra sem hyggja á tónleikahald í Hörpu, úr öllum geirum tónlistar til að kynna sér umsóknarferlið og þá möguleika sem stuðningur sjóðsins getur boðið upp á við tónleikahald í tónlistarhúsinu. 

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í húsinu.

Sjóðurinn einsetur sér að styðja við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í Hörpu. Meðal þeirra þátta sem stjórn sjóðsins lítur til í afgreiðslu umsókna er að verknið nýti möguleika Hörpu sem tónlistarhúss og hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa.

Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, sem síðar fékk nafnið Ýlir, var stofnaður í lok árs 2010 þegar Menningarsjóði SPRON var slitið með úthlutun til ýmissa mennta-, menningar- og góðgerðarmála.

Alls var 80 milljónir króna varið til stofnunar þessa tónlistarsjóðs sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í hinu nýja tónlistarhúsi, Hörpunni um ókomin ár.

Fyrsta verkefni sjóðsins fór fram í mars á þessu ári þegar sjóðurinn studdi við Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskóla sem fram fóru í Hörpu. 

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið og umsóknareyðublað má finna á nýopnaðri vefsíðu sjóðsins; www.ylir.is

Umsóknarfrestur er til 20. janúar. 
 


Frekari upplýsignar veita;

Arna Kristín Einarsdóttir,  situr í stjórn Ýlis, S: 691 7671
Eldar Ástþórsson, situr í stjórn Ýlis, S: 869 8179
Mist Þorkelsdóttir, situr í stjórn Ýli, S: 564 1081
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, S: 528 5008

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.