• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Undir áhrifum – Jón Þór

Jón Þór

Tónlistarmaðurinn knái, Jón Þór, varð góðfúslega við beiðni okkar um að rita nokkrar línur um nokkur af sínum uppáhalds lögum, en eins og fram kemur í næsta pósti á undan þá heldur hann útgáfutónleika á Faktorý annað kvöld. Ennfremur hafa þær fregnir borist úr herbúðum hans að skoska útgáfan Too Many Fireworks hyggist gefa út enska smáskífu með kappanum í sumar.

Liðurinn “Undir áhrifum” verður væntanlega fastur liður, þótt mislangt líði kannski á milli pósta, en hugmyndin er að fá tónlistarmenn úr öllum áttum til að tjá sig um sín uppáhalds lög, og ekki síst þau lög sem hafa haft áhrif á tónlist þeirra sjálfra. Úlfur Alexander Einarsson úr Oyama átti fyrsta leik en þá hét þetta einfaldlega “Uppáhaldslögin”. Þeir sem vilja vera með geta sent línu á rjominn@rjominn.is, og fengið nánari upplýsingar. Þetta er allt nokkuð laust í reipunum og gert til að hafa gaman af fyrst og fremst.

Hérna eru fimm “neglur” sem Jón Þór sendi okkur, og athugasemdir hans þar sem við á.

Waters – Back to you

Band sem að ég sá hita upp fyrir Nada Surf í London á seinasta ári og eru búnir að vera í miklu uppáhaldi síðan þá. Ég kemst varla í gegnum daginn án þess að hlusta á plötuna þeirra, Out In The Light. Ný plata á þessu ári!

Eddy Grant – Romancing The Stone

Lag sem Eddy samdi fyrir Romancing The Stone með Michael Douglas og Kathleen Turner. Síðan var það ekki notað í myndinni. Hans besta lag.

Ben Kweller – I Gotta Move

Einfalt sykurrokk frá Texas. Kweller tryllir mig.

Weezer – Pink Triangle

Ash – Girl From Mars

Þetta lag er jafn geðveikt í dag og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þegar ég var 12 ára. Ferskleikinn er áþreifanlegur.

Leave a Reply