• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

ÚTÓN auglýsir eftir umsóknum fyrir Made in Iceland 6 safndiskinn

  • Birt: 19/01/2013
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Síðustu fimm ár hafa ÚTÓN og Iceland Naturally staðið fyrir verkefninu Made in Iceland í Bandaríkjunum. Markmiðið með verkefninu er að kynna nýja frumsamda tónlist frá Íslandi í Bandaríkjunum og vekja athygli háskólaútvarpsstöðva og kaupenda á tónlist í myndefni á nýútgefinni tónlist frá Íslandi.

Lögð er áhersla á að kynna lög af nýjum útgáfum á Íslandi sem ætlaðar eru fyrir alþjóðlega útgáfu og komið hafa út seinni hluta ársins 2012 eða eru væntanlegar á markað fyrri hluta árs 2013. Stefnt er að því safndiskurinn innihaldi lög með 15–20 listamönnum sem endurspegla fjölbreytileika og gæði íslenskrar tónlistar um þessar mundir.

Áhugasamir geta kynnt sér umsóknarferlið nánar á vef ÚTÓN.

Leave a Reply