Sin Fang heldur útgáfuhóf í kvöld

Sin Fang - FlowersSin Fang gefur út sína þriðju breiðskífu á morgun, föstudaginn 1. febrúar. Platan hefur verið nefnd Flowers og kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Einnig mun platan koma út sem hjólabretti á vegum bandaríska hjólabrettaframleiðandans Alien Workshop.

Í tilefni af útgáfu plötunnar mun Sin Fang bjóða til útgáfuhófs í kvöld kl. 20:00 á skemmtistaðnum Harlem. Léttar veitingar verða í boði, platan mun fást á sérstöku forsölutilboði og Sin Fang mun þeyta skífum.

Hér að ofan er svo nýjasta myndbandið frá Sin Fang við lagið “Look at the light” en því er leikstýrt af Mána M. Sigfússyni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.