• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Axel Flovent

Axel Flovent - Sea Creatures EP

Húsvíkingurinn Axel Flovent hefur sent frá sér EP plötuna Sea Creatures en á henni er að finna 3 ljúf og upplífgandi lög, ásamt inngangi, kennd við stefnurnar ‘folk’ og ‘indie’. Lögin samdi Axel snemma árs 2012 en innganginn samdi hann nú í byrjun árs 2013. Sjálfur tók Axel lögin upp í nýliðnu Jólafríi.

Það er nokkuð ljóst að hér er afar hæfileikaríkur ungur maður á ferð en Axel er aðeins 17 ára. Það verður sannarlega áhugavert að heyra frá þessum unga lagasmið í framtíðinni.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

2 Athugasemdir

  1. Dagur · 05/02/2013

    Vill nú bara benda á að Axel er frá Húsavík ekki Akureyri.

  2. Egill Harðar · 05/02/2013

    Takk. Þá er það leiðrétt hér með 🙂

Leave a Reply