• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Undir áhrifum – Daði Freyr Pétursson

dadi

Retrobot komu, sáu og sigruðu á Músíktilraunum 2012. Í janúar frumsýndu þeir félagar glæsilegt myndband við lagið “Insomnia” sem er búið að vera á repeat hjá mér meira og minna síðustu tvær vikurnar. Stefnan er sett á plötuútgáfu á þessu ári, og vonandi að það gangi eftir. Rjóminn tékkaði á Daða Frey Péturssyni sem jafnframt var valinn “rafheili Músiktilrauna 2012” og bað hann að segja lesendum frá sínum helstu áhrifavöldum:

Halló, ég heiti Daði. Ég er í hljómsveitinni RetRoBot. Ég hef gaman af syntum, pez-köllum og uglum. Ég klæði mig áður en ég kem til dyra.

Gorillaz – El Mañana

Uppáhalds lagið, af uppáhalds plötunni, með uppáhalds hljómsveitinni. Demon Days er uppáhalds platan mín, hún er líka fyrsta platan sem ég man eftir að hafa keypt mér sjálfur fyrir mína egin peninga. Myndbandið gerir líka mikið fyrir lagið, ég sé það alltaf fyrir mér þegar ég heyri lagið. Sagan sem fylgir Gorillaz í gegnum plöturnar er svo mögnuð, og þessi kafli er einn sá dramatískasti.

Daft Punk – Prime Time Of Your Life

Human After All er fyrsta elektroníska tónlistin sem ég datt almennilega inn í. Á mínu fyrsta ári í framhaldskóla var hún nánast það eina sem ég hlustaði á. Ég get ekki beðið eftir nýju plötunni. Daft Punk er eitt besta band sögunnar. Ég elska þetta lag, og hvað seinni 2 mínúturnar eru bara eitt stórt fokk jú merki á allt og alla.

Hot Chip – Boy From School

Hot Chip er hljómsveit sem ég fór nýlega að halda mikið upp á. One Life Stand var fyrsta platan sem ég hlustaði á með þeim, hún er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að prófa þetta syntha dæmi. Þetta er samt ekki af þeirri plötu, en er núna eitt af mínum uppáhalds lögum.

FM Belfast – I Don’t Want To Go To Sleep Either

Á hróarskeldu 2010 ákvað ég að fara og sjá Vampire Weekend, einn, á meðan vinir mínir fóru á FM Belfast. Svo fór mér að leiðast, og ákvað að kíkja hvað væri í gangi hjá FM Belfast, þar var bara ein magnaðasta stemning sem ég hef nokkurn tíman séð, ég grét næstum því, ég sé eftir þessu enn þann dag í dag, þessir vinir mínir sjást meira að segja á 2:35 🙁 . Sirka hálfu ári síðar sá ég þau á EVE Fanfest í Laugardalshöllinni, það breytti sýn minni á tónlist og lífinu, þvílík gleði. (Hérna settum við óvart inn rangt myndband, við lagið “American”. Það hefur nú verið lagfært” – Ritstjórn)

Sebastien Tellier – L’Amour Et La Violence

Ég kíkti á myspace ið hjá Sebastien Tellier eftir að myndbandið við Devine, lagið sem hann flutti í júróvísjon, var sýnt svo mikið á skjá einum. Ég hlustaði á það nokkrum sinnum í röð eftir það, þetta lag er eitthvað svo allt öðruvísi en það sem ég hafði hlustað á áður, en samt fannst mér þetta eitt besta lag sem ég hafði heyrt, og ég er reyndar enþá á þeirri skoðun.

Leave a Reply