• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Blind Bargain senda frá sér sína fyrstu smáskífu

Blind Bargain

Veistmanneyjaveitin Blind Bargain spilum gamalt og gott blúsrokk undir áhrifum frá listamönnum eins og Cream, Led Zeppelin, Janis Joplin, Jimi Hendrix o.fl. Hljómsveitin sækist eftir að fanga hið breska 60’s sound í bland við hið amerískt 70’s soul.

Hljómsveitin var stofnuð í janúar á síðasta ári af þeim Hannesi Má sem spilar á gítar og syngur, Þorgils Árna á bassa, Skæringi Óla á gítar og Kristberg á trommur. Síðan hafa bæst við Sveinn Ares básúnuleikari og Sunna sem syngur. Hljómsveitin hefur komið fram t.d. á Músíktilraunum 2012 og spilað á víð og dreif um Reykjavík. Einnig kom hún fram í útvarpsþættinum Skúrnum.

Meðfylgjandi er nýupptekið lag Blind Bargain, “Sore Throat & Cigarettes”, en upptökur fóru fram í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar að Skyldingarvegi í Vestmannaeyjum í desember síðastliðnum.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply