• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Undir áhrifum – Hallur Kristján Svarfdal

hallur1

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að sú eitilharða dansgrúppa Bloodgroup var að senda frá sér nýja plötu, Tracing Echoes. Þetta er þriðja plata sveitarinnar og þau spila á næstunni á þrennum tónleikum; á Bar 11 2. mars og svo verða tvennir útgáfutónleikar, í Iðnó 14. mars og á Græna Hattinum 16. mars.

Við náðum að króa af meðlim sveitarinnar, Hall Kristján Svarfdal Jónsson og spyrja hann spjörunum úr um hvaða tónlist heldur honum gangandi.

Ég tek undir með Halla Valla sem valdi sín fimm lög hér nýlega að þetta er ekki eins einfalt og maður heldur. Það er svo ótrúlega mikið af tónlist sem hefur haft áhrif á mann á einn eða annan hátt. En hér er listi yfir fimm lög sem ég tel að hafi haft eitthvað að segja fyrir mig í gegnum árin.

Þursaflokkurinn – Gegnum holt og hæðir

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þetta var ein af fyrstu plötunum sem ég hlustaði á þegar ég var lítill, setti hana á fóninn aftur og aftur. Þessi plata “Gæti eins verið” og plöturnar Ísland (græna platan) með Spilverki Þjóðanna og Dark side of the moon eru plöturnar sem ég spilaði til skiptis.

Peter Gabriel – Sledgehammer

Ég keypti mér plötuna “So” í Austurríki þegar ég var á ferðalagi með foreldrum mínum og litla bróður þegar ég var 10 ára. Reynar var það kassetta. Ég keypti mér tvær spólur í plötubúð í ölpunum, þessa og Best Of Elvis Presley og setti í tvöfalda kassettutækið mitt. Svo var bara repeat.

Tricky – Christiansands

Ég hlustaði gríðarlega mikið á þessa plötu “Pre Millennium Tension” og hún er frábær. Ég sá hann svo læf á Reading ’95 sem voru alveg magnaðir tónleikar.

John Frusciante – Lever Pulled

Ég get eiginlega ekki valið eitthvað eitt lag af þessari plötu “Curtains”, en þetta er uppáhaldsplatan mín frá upphafi tíma.

Trabant – Maria

Mig langaði að gera raftónlist eftir að ég heyrði í Trabant fyrst svo það er við hæfi að telja þá upp í þessum áhrifavaldalista. Stórkostleg hljómsveit sem ég sakna!

 

———- Eldri “Undir áhrifum” ———-

Daði Freyr Pétursson (Retrobot)
Halli Valli (Æla)
Elíza Newman
Jón Þór
Úlfur Alexander Einarsson (Oyama)

 

Leave a Reply