Grúska Babúska gefur út Slagarann

Grúska Babúska Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sitt fyrsta hljóðrit með breska útgefandanum Static Caravan. Alþjóðlegur útgáfudagur er 1. apríl n.k. og er hægt að panta verkið fyrirfram 2 vikum fyrir útgáfudag hér : staticcaravan.greedbag.com. Verkið verður einnig gefið út á internetinu og er útgáfudagur rafrænnar útgáfu er 14. apríl. Verkið mun koma út á internetinu í gegnum íslensku útgáfuna Synthadelia Records.

Verkið verður gefið út með mjög sérstöku sniði og á mjög frumlegan máta en hvorki er um hefðbundinn geisladisk né vínyl að ræða. Hvert eintak verður sérmerkt en 100 eintök verða gefin út opinberlega. Verkið inniheldur 6 tónverk hljómsveitarinnar, auk myndbandsverks unnið af Kristínu Joð Þorsteinsdóttur í samstarfi við hljómsveitina.

Hljómsveitin Grúska Babúska var stofnuð árið 2010 af Arndísi A. K. Gunnarsdóttur, Guðrúnu Birnu Le Sage de Fontanay og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur. Um ári seinna gekk Dísa Hreiðars í lið við hljómsveitina og varð hún þá fullskipuð!

Hljóðfæri Grúsku Búbúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, ukulele, þverflautu, píanó, melodicu, spiladós, trommu, töktum, slagverkum auk annara takt og hljóðtækja. Tónlistin myndar conseptið, sem færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman, þrunginn alvarleika en ævintýralegan.

Grúska Babúska – Slagarinn

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.