Colin Stetson kemur til Íslands

Colin Stetson

Bandaríski tónlistarmaðurinn Colin Stetson mun halda tónleika á tónleikastaðnum Volta þann 17. mars næstkomandi. Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 1. mars og fer fram á www.midi.is. Um upphitun sér Úlfur.

Colin Stetson er saxófónleikari frá Michigan fylki Bandaríkjanna en hefur gert út frá Montreal í Kanada undanfarin ár. Hann hefur starfað með fjölmörgum tónlistarfólki og hljómsveitum síðustu árin samhliða því að reka sinn eigin sólóferil. Arcade Fire, Tom Waits, TV on the Radio, Bon Iver, LCD Soundsystem, The National, David Byrne og Feist eru meðal þeirra sem hafa unnið með Colin Stetson.

Úlfur gefur út sína fyrstu breiðskífu undir eigin nafni þann 5. mars næstkomandi þegar platan White Mountain kemur út hjá bandaríska útgáfufélaginu Western Vinyl.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.