Úlfur sendir frá sér plötuna White Mountain

Úlfur

Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér plötuna White Mountain og er hún sú fyrsta undir hans eigin nafni.

Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður harðkjarnasveitarinnar Swords of Chaos og svo sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós.

White Mountain var gefin út í sérstakri japanskri útgáfu árið 2012, en kemur nú út á vínyl og geisladisk á öllum mörkuðum á bandaríska plötuútgáfufyrirtækinu Western Vinyl (Sem gefa meðal annars út Dirty Projectors, Balmorhea og Here We Go Magic).

Á plötunni hefur Úlfur fengið ýmsa tónlistarmenn til liðs við sig, en þar má helst nefna Skúla Sverrisson, Ólaf Björn Ólafsson og Alexöndru Sauser-Monnig. Platan var að hluta til tekin upp á tónleikaferðalögum um Evrópu og Bandaríkin, en hljóðblönduð í hljóðveri Alex Somers í Reykjavík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.