Listamaðurinn HEK var að gefa út nýtt lag og myndband. Lagið heitir “Tina” og var tekið upp af Björgvini Gíslasyni en hann spilaði einnig á rafmagnsgítar, píanó og hljómborð. Þórdís Claessen slær bassann, Eyþór Østerby gælir við kassagítarinn og María Einarsdóttir sér um bakraddir. HEK samdi lag og texta en myndbandið gerði Magnús Unnar.
Tina – HEK
- Birt: 15/03/2013
- Höfundur: Egill Harðar
- Skoðanir: 0
Egill Harðar
Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.