Ný tónleikasería á Stúdentakjallaranum

Oyama og Nolo á Stúdentakjallaranum

Ný tónleikasería mun fara fram í hinum nýopnaða og stórglæsilega Stúdentakjallara sem staðsettur er á Háskólatorgi. Frítt verður inn á alla tónleika í röðinni í boði Polar Beer og Nova.

Á þessu fyrsta kvöldi tónleikaraðarinnar er það hljómsveitin Oyama sem hefur leika, en sveitin hefur verið á mikilli siglingu undanfarið eða allar götur síðan hún gaf út EP-plötuna I Wanna í lok janúar sl. Oyama snéru nýverið heim úr afar vel heppnuðu tónleikaferðalagi í Noregi og Englandi þar sem þau léku m.a. á ByLarm hátíðinni í Olsó og á hinum þekkta tónleikastað Koko í Lundúnum.

Einnig mun hinir geðþekku, kátu piltar í Nolo koma fram og leika nýtt efni í bland við eldra. Einhverjir hafa líkt þeim við hljómsveitina Beach House þó töluvert léttara andrúmsloft svífi yfir vötnum hjá Nolo.

Tónleikarnir í þessari seríu marka þá sérstöðu að verða alltaf snemma á ferðinni á laugardagskvöldum og vonandi kærkomnir fyrir þá sem vilja sjá hljómsveitir spila áður en næturlífið tekur völdin.

Tónleikar Oyama og Nolo fara fram laugardagskvöldið 23. mars og hefjast stundvíslega kl 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.