Nadia Sirota – Baroque

Nadia Sirota - Baroque

Fyrsta útgáfa ársins 2013 hjá Bedroom Community er platan Baroque eftir víóluleikarann Nadiu Sirota.

Sirota er alls ekki ókunn Bedroom Community, en hún hefur spilað inn á fjölmargar plötur útgáfunnar ásamt því að spila reglulega með listamönnum hennar á tónleikum og fylgja þeim á tónleikaferðir.

Tónverkin sex á Baroque eiga það öll sameiginleg að vera skrifuð fyrir Sirota af ungum tónskáldum sem hafa verið dugleg að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Þrjú þeirra eru á mála hjá Bedroom Community; þeir Nico Muhly, Daníel Bjarnason og Paul Corley. Hin þrjú verkin eiga tónskáldin Judd Greenstein, Missy Mazzoli, og Shara Worden úr My Brightest Diamond.

Platan var unnin af þeim Valgeiri Sigurðssyni og Paul Evans í hljóðverinu Gróðurhúsinu og er gefin út af útgáfunni New Amsterdam í Bandaríkjunum.

Baroque kemur út þann 25. mars næstkomandi en er nú þegar fáanleg í sérstakri forsölu hjá Bedroom Community í gegnum BandCamp.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.