Train of Faith – Rúnar eff

Rúnar Eff

Lagið “Train of Faith” er tekið af plötunni Knee deep sem kemur út núna í Apríl og er önnur sólóplata tónlistarmannsinns Rúnars Eff.

Í tilefni af komandi plötu verður svo risa tónleikum slegið upp í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 20.Apríl kl: 21.00.

10 manna hljómsveit skipuð mörgum af okkar fremstu tónlistarmönnum mun sjá um undirleikinn, og eins verður 15 manna kór þeim til aðstoðar í nokkrum lögum. Auka ljósabúnaði verður einnig bætt í húsið til að gera kvöldið sem glæsilegast. Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngvararnir Jógvan Hansen, Vignir Snær og sænski hjartaknúsarinn Pontus Stenkvist.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar aðeins 2500kr inn. Miðasala er hafin á www.menningarhus.is og www.midi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.