Robert the Roommate sendir frá sér samnefnda breiðskífu

Robert The Roommate

Samnefnd fyrsta plata hljómsveitarinnar Robert the Roommate kom út nýverið. Platan var hljóðrituð í Stúdíó Sýrlandi, í október 2012. Um hljóðritun og hljóðblöndun sá Bjarni Þór Jensson en hljóðjöfnun var í höndum Hafþórs Karlssonar. Sérstakur gestur á plötunni er Elvar Örn Friðriksson. Öll lögin á plötunni eru frumsamin og má helst lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotinni popp og rokktónlist, með áhrifum frá sveitum á borð við Led Zeppelin og Fleet Foxes.

Hljómsveitin var stofnum vorið 2010, fyrst með það í huga að spila saman tónlist eftir gömlu og góðu meistarana á borð við Bob Dylan og Leonard Cohen. Um haustið tók sveitin þátt í Lennon ábreiðulagasamkeppni Rásar 2 og bar hún sigur úr býtum. Nú einbeitir hljómsveitin sér að því að spila eigið efni sem má kannski helst lýsa sem þjóðlagaskotinni popp/rokktónlist. Hljómsveitina skipa Rósa Guðrún Sveinsdóttir: söngur, Daníel Helgason: gítar, Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló og Jón Óskar Jónsson: slagverk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.