Úsland kynnir sína sjöttu spunaplötu

ÚÚ6

Úsland er sjálfstæð hljóðverka útgáfa sem sérhæfir sig í spuna og tilraunum í tónlist. Markmið útgáfunnar er að koma saman fólki sem ekki hefur áður skapað saman tónlist og gefa þeim frjálsan vetvang til að kanna nýjar slóðir í sameiningu. Skapalón Úslands er þannig að listamenn eru leitaðir uppi og boðið að taka þátt í tilraunum í tónlist í hljóðveri útgáfunnar. Þar verja þeir kvöldstund/eftirmiðdegi/morgni og tilraunir þeirra festar á hljóðrit. Ekkert er átt við hljóðritið eftir upptöku og er það gefið út á internetinu strax í kjölfarið gegn vægu gjaldi. Ein hljómplata er gefin út á mánuði í 12 mánuði. Eftir 12 hljóðrit er stefna sett á fýsíska heildarútgáfu í vandaðri umgjörð.

Spunaröð útgáfunnar er nú hálfnuð. Sjötta hljóðrit Úslands útgáfu kom út á páskadag, 31. mars síðastliðinn. Platan, sem fékk nafnið ÚÚ 6, í samræmi við nafnalög útgáfunnar, er tímamótaverk í stuttri sögu Úslands. Ekki markar hún aðeins miðgildi útgáfunnar, heldur varð hún til úr fjölmennasta “sessíjóni” Úslands til þessa sem einnig var fyrsta fjölþjóða samstarfið sem Úsland hefur staðið fyrir.

Úsland fékk nú í síðasta mánuði styrk frá Kraum Tónlistarsjóð og heldur ótrautt áfram í tónlistarsköpun sinni, en styrkurinn verður nýttur til að bæta hljómburð hljóðversins svo að framtíðar plötur geti hljómað enn betur!

Hlusta má á og kaupa, fyrir lítin pening, allar útgáfur Úslands á www.uslandrecords.bandcamp.com

Allur ágóði fer til að viðhalda verkefninu, viðhalda spuna og viðhalda frelsi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.