Ný íslensk tónlist

The Third Sound - For A While

Hljómsveitin The Third Sound var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist “For a While…” sem finna má á væntanlegri plötu sem koma mun út í sumar á vegum Fuzz Club Records. Lagið má nú nálgast á gogoyoko.

Sebastian Storgaard, sem fram kemur undir listamannsnafninu Slowsteps, gaf nýverið út sitt fyrsta lag. Lagið, sem nefnist “Color Calling”, hefur þegar komist í spilun hjá Rás 2 og fengið umfjöllun á erlendum tónlistarvefum.

Gísli Þór Ólafsson, sem lesendur Rjómans ættu að kannast við sem listamannin Gillon, vinnur nú að sinni annarri sólóplötu. Bláar raddir heitir hún en á plötunni eru lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók hans Þrítengt frá árinu 1996. Upptökur eru komnar langt á leið, en það er tekið upp á Sauðárkróki í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Fúsa Ben. Fyrirhugað er að gefa plötuna út í byrjun sumars.

Fyrsta smáskífan af óútkominni hljómplötu hljómsveitarinnar GRÍSALAPPALÍSA er komin á gogoyoko og heitir lagið “Lóan er komin”.

Á gogoyoko er einnig að finna glæsilega nýja plötu Útidúr sem nefnist Detour.

Er eitthvað að fara fram hjá Rjómanum? Er komið út spennandi íslenskt efni sem Rjóminn ætti að vita af? Sendið Rjómanum línu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.