Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl, sem hyggur á útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu í sumar, sendir nú frá sér nýtt lag sem ber nafnið “Farvel”. Segja má að titill lagsins sé viðeigandi þar sem þjóðin kveður senn veturinn 2012-2013.
Lagið fjallar þó ekki um að kveðja veturinn heldur um skammlíft skandinavískt ástarævintýri en úr textanum má lesa að ljóðmælandi hafi verið ástfanginn upp fyrir haus af sænskri stelpu. Þess má til gamans geta að lagið var samið á andvökunótt tónlistarmannsins fyrir heilum fjórum árum.