Hljómsveitin Sólstafir sendi nýlega frá sér nýtt tónleikamyndband þar sem upptökur frá áhorfendum spila stórt hlutverk. Áhorfendur voru beðnir um að taka upp myndskeið á síma og senda inn, sem skilaði sér í líflegu myndefni og fjölbreyttum sjónarhornum.
Sólstafir verða með stórtónleika í Austurbæ annaðkvöld, fimmtudaginn 2.maí, ásamt Dimmu, en hljómsveitirnar tvær hafa spilað mikið á landsbyggðinni undanfarið við góðar undirtektir. Tónleikarnir í Austurbæ eru hápunkturinn á þeirri tónleikaröð og verður öllu til tjaldað.