• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Kraftwerk bæta við tónleikum á Íslandi

Kraftwerk

Hin víðfræga Kraftwerk, sem mun loka Iceland Airwaves, hefur bætt við aukatónleikum í Hörpu mánudaginn 4. nóvember. Tónleikarnir í Eldborg verða stórkostleg þrívíddarupplifun en Kraftwerk hefur fengið glimrandi dóma fyrir þessa samblöndu sjónarspils og tónlistar.

Miðasala hefst á hádegi mánudaginn 6. maí en miðahöfum á Iceland Airwaves gefst tækifæri að kaupa miða frá hádegi föstudaginn 3. maí en miði.is sendir miðahöfum sérstakan kóða. Ekki er nauðsynlegt að eiga miða á Iceland Airwaves til að kaupa miða á þessa aukatónleika Kraftwerk.

Miðaverð á tónleikana er 12.900, 11.900 og 8.900 krónur og fer eftir staðsetningu í Eldborg.

Fyrri tónleikar Kraftwerk verða sunnudaginn 3. nóvember og veitir Iceland Airwaves miði aðgang að tónleikunum með sama hætti og á aðra tónleika hátíðarinnar en takmarkað magn af miðum verður í boði. Miðum á tónleika Kraftwerk verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 1. nóvember kl. 16 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Kraftwerk.

Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves og geta félagar í Vildarklúbbi Icelandair fengið miða á betri kjörum en Icelandair er helsti styrktaraðili hátíðarinnar og hefur verið frá upphafi.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply