• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Jóhann Kristinsson gefur út nýja plötu

Johann Kristinsson - Headphones

Jóhann Kristinsson gefur út sína þriðju plötu í gær, en þrjú ár eru síðan síðasta plata hans,Tropical Sunday, kom út. Nýja platan ber nafnið Headphones og inniheldur 9 frumsamin lög. Platan  var að mestu leyti tekin upp í kjallaranum heima hjá Jóhanni en einnig í Stúdíó Sýrlandi og í tæplega 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku.

Fyrri plötur hans komu út um leið og þær voru tilbúnar og þar var ekkert hikað. Headphones er búin að vera tilbúin, í nokkrum mismunandi myndum, í eitt og hálft ár. Jóhann ákvað hinsvegar að vanda enn betur til verka í þetta skiptið og vera duglegur að henda í ruslafötuna, ef svo má að orði komast, við gerð þessarar nýju plötu.

Hér er á ferðinni persónuleg, þjóðlagaskotin nútímapoppplata með rafmögnuðu ívafi en fyrsta smáskífa hennar, lagið “No Need to Hesitate” hefur fengið að hljóma í úvarpinu í þó nokkurn tíma. Það var auk þess valið á lista yfir 20 bestu lög síðasta árs hér á Rjómanum og útvarpsþættinum Straum.is.

Headphones kemur út í takmörkuðu upplagi, eða í aðeins 200 númeruðum eintökum. Myndlist Þóris Arnar Sigvaldasonar prýðir umslag plötunnar sem Jóhann setti svo sjálfur saman í höndunum.

Platan er fáanleg í öllum helstu plötubúðum og í gegnum johannkristinsson.bandcamp.com

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply