Opnunarveisla og myndlistarsýning Reykjavík Music Mess á KEX Hosteli

RVK Music Mess

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess er handan við hornið og hefst föstudaginn 24. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi. Dagskrá og upplýsingar um hátíðina er að finna á www.reykjavikmusicmess.com

Hátíðin hefst þó með opnunarveislu á KEX Hostel fimmtudaginn 23. maí kl. 20. Þar munum við opna myndlistarsýningu samhliða hátíðinni en hátíðarhaldarar fengu hóp listamanna til að endurvinna sjónrænt kynningarefni þeirra hljómsveita sem koma fram. Eins mun hin frábæra og stuðvæna Boogie Trouble leika fyrir nokkur lög. Hægt verður að ná í armbönd og kaupa miða á hátíðina og svo munu Thule og Reyka bjóða upp á léttar veitingar.

Miðasala á hátíðina er enn í fullum gangi á www.midi.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.