• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

1860 gefa út stuttskífu og nýtt lag

1860

Hljómsveitin 1860 stendur í stórræðum þessa dagana. Sænsk/ameríska útgáfufyrirtækið Gravitation Records gaf þriðjudaginn 14. maí út stuttskífuna Familiar EP sem inniheldur fimm órafmagnuð lög með sveitinni. Þar með bætist 1860 í hóp tónlistarmanna á borð við Strand of Oaks, Björn Olsson og The Tallest Man on Earth, sem allir eru til mála hjá Gravitation. Familiar EP er gefin út í Bandaríkjunum og Skandinavíu og geta áhugasamir nálgast plötuna á stafrænu formi á netinu.

Heima á Íslandi er hljómsveitin að reka smiðshöggið á nýja breiðskífu sem væntanleg er í sumar. Af því tilefni hefur 1860 sent frá sér lagið “Socialite” (/Só·sja·læt/) sem er kröftugt þjóðlagaskotið popplag með drífandi mandólíni, gamaldags bassalínum en nútímalegum hljóðheimi ásamt útpældum röddunum.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply