This Is Icelandic Indie Music er komin út

This Is Icelandic Indie Music

Record Records kynnir með stolti útgáfu safnplötunnar This Is Icelandic Indie Music. Útgáfa þessi er kærkomið hjálpartól fyrir alla leitandi tónlistarunnendur og inniheldur hún tólf lög með jafnmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem eru á mála hjá hljómplötuútgáfunni. This Is Icelandic Indie Music kemur eingöngu út á geisladisk og er hún eingöngu fáanleg í plötuverslunum á Íslandi sem og á heimasíðu Record Records. Safnskífa þessi er ætluð þeim sem vilja fylgjast með því áhugaverðasta sem er í gangi í hinni blómlegu jaðartónlistarsenu Íslands hin síðari ár.

Lögin á plötunni eru þessi:
1. Of Monsters and Men – King and Lionheart
2. Retro Stefson – Glow
3. Kiriyama Family – Sneaky Boots
4. FM Belfast – We Are Faster Than You
5. Moses Hightower – Sjáum hvað setur
6. Ojba Rasta – Hreppstjórinn
7. Sykur – Reykjavík
8. Tilbury – Drama
9. Mammút – Salt
10. Agent Fresco – Implosions
11. Ensími – Aldanna ró
12. Lockerbie – Esja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.