Fyrsta kvikmynd Bedroom Community komin út

Everything Everywhere All The TimeÚt er kominn fyrsti mynddiskur Bedroom Community útgáfunnar. Er hann í formi tvöfalds og einkar glæsilegs DVD-pakka sem kemur út í afar takmörkuðu upplagi og inniheldur heimildarmyndina Everything Everywhere All The Time, tónleikamyndina The Whale Watching Tour og sem aukaefni tónleika Daníels Bjarnasonar með hljómsveit auk 16 blaðsíðna bæklings og fjölda ljósmynda.

Everything Everywhere All The Time var frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 2011 og síðar sýnd á Airwaves, CPH:DOX, Air d’Islande og víðar, en hún fylgir eftir nokkrum listamanna útgáfunnar þegar þeir héldu í tónleikaferðalagið Whale Watching Tour árið 2010. The Whale Watching Tour inniheldur svo lokahnykk tónleikaferðalagsins, tónleika fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð, í heild sinni.

Pakkinn góði er nú fáanlegur í helstu plötuverslunum landsins, en einnig má versla hann beint frá útgáfunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.