Hljómsveitin Sign vinnur að nýrri plötu

Sign

Hljómsveitin Sign stefnir að útgáfu nýrrar plötu en stefnt er að því að hún komi út seinna á þessu ári. Þeir Ragnar Zólberg og Arnar Grétarsson, forsprakkar hljómsveitarinnar hafa undanfarið verið í Noregi þar sem þeir hafa lagt lokahönd á lagasmíðar fyrir plötuna. Plötuna munu þeir vinna með upptökustjóranum Daniel Bergstrand en hann hefur stjórnað og unnið að upptökum með hljómsveitum á borð Meshuggah, In Flames, Soilwork, Strapping Young Lad ofl.

Þeir félagar í Sign hafa ákveðið að hljómsveitin komi fram í tveimur til þremur mismunandi útgáfum, eftir því hverjir komist hverju sinni. Trommuleikari Pain of Salvation, sem Ragnar leikur einnig með, mun líklega verða einn af þeim sem leika með Sign á komandi misserum; „Leo og ég náðum rosalega vel saman frá fyrstu æfingunni minni hja Pain Of Salvation og berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Hann spurði mig í fyrra hvort hann mætti ekki spila á trommur í Sign og þegar fór að líða á gerð plötunar tók ég hann á orðinu,“ segir Ragnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.