30 nýjir listamenn kynntir fyrir Airwaves

Airwaves 2013

Nú rétt í þessu voru 30 nýjir listamenn kynntir sem koma munu fram á næstu Airwaves hátíð.

Þeir eru :
Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson.

Hvað íslensku deildina varðar verður gaman að sjá ungfrú Torrini aftur og gleðjast eflaust margir yfir að sjá hana á þessum lista. Hvað erlend atriði varðar er Rjóminn einna spenntastur fyrir Midlake en þessi folk-rokk sveit frá Texas hefur lengi verið í uppáhaldi hér á bæ. Eins og flestir eflaust vita kó-pródúsuðu Midlake og spiluðu inná fyrstu plötu John Grant, Queen of Denmark, og verður því spennandi að sjá hvort Grantarinn stigi ekki á svið með þeim og flytji eins og eitt eða tvö lög.

Eins og heyra má hér að neðan skyldu Midlake handbragð sitt óneitanlega eftir á einum helsta smelli John Grant.

Miðasalan er í fullum gangi á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Í alvöru, það er að seljast upp!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.