Saktmóðigur – Demetra er dáin

Pönksveitin Saktmóðigur hefur sent frá sér nýja þriggja laga plötu sem nefnist Demetra er dáin og kemur hún samhliða út á 7″ vínylskífu og á rafrænu formi. Vínylútgáfuna má kaupa frá næstu mánaðarmótum á völdum stöðum, m.a. Lucky Records og Geisladiskabúð Valda en rafræna útgáfu er nú þegar hægt að hala niður endurgjaldslaust á Bandcamp.

Upptökum og hljóðblöndun stýrði Hafsteinn Már Sigurðsson í Stúdíó Ógæfu og um hönnun umbúða sá Jakob Veigar.

Hljómsveitin Saktmóðigur var stofnuð árið 1991 og hefur starfað sleitulaust síðan. Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar var kassettan Legill sem kom út haustið 1992. Í kjölfarið komu tvær 10″ vínyl EP plötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn árið 1993 og Byggir heimsveldi úr sníkjum árið 1996. Hljómsveitin hefur auk þess gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998) og síðast Guð hann myndi gráta (2011).

Saktmóðigur mun m.a. leika á Eistnaflugshátíðinni í sumar og á stórtónleikunum Rokkjötnar II í október nk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.