Zoon van snooK – The Bridge Between Life & Death

Zoon van snooK

Mér barst til eyrna nokkuð áhugaverð plata með breska listamanninum Zoon van snooK sem nefnist The Bridge Between Life & Death en á henni er að finna fíngerða raftónlist með “folk” áhrifum eða “folktronica” eins og stefnan er oft nefnd. Hljóðin (sömplin) sem heyra má á plötunni eru að miklu leiti tekin upp hér á landi en einnig koma fram á plötunni íslenskir listamenn, nánar tiltekið Amiina, Benni Hemm Hemm og Sin Fang. Einnig munu liðsmenn múm hafa lagt til remix fyrir aðra smáskífu plötunnar.

Sjálfur segir Zoon van snooK frá dvöl sinni hér á landi á þessa leið:

In 2009 I finally managed to pull off the big trip: from the South West of England to the South West of Iceland. I knew it would be a great opportunity to gather the requisite sounds on which to base a whole new album. I was able to collect recordings from the centre, port and outskirts of Reykjavik, and the surrounding South Western area. From national parks to canyons; from hot springs to glaciers; from folk songs to folklore… I love being able to use an entire field recording.

Hér að neðan má heyra 12 mínútna “sampler”sem gefur greinilega til kynna að hér er afar forvitnileg plata á ferð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.