Katla Volcano & 4 other Icelandic Legends loksins fáanleg í verslunum

Villi GoðiVilhjálmur Goði, sem mörgum er kunnugur úr fjölmiðlum, hefur undanfarin ár unnið við fararstjórn og þjónustu við erlenda ferðamenn. Honum fannst tilfinnalegur skortur á skemmtilegum útgáfum af íslenskum þjóðsögum fyrir ferðamenn. Hann ákvað að endurskrifa 5 vinsælar þjóðsögur þannig að skemmtilega væri með farið, en að innihaldi og boðskap sagnanna væri sýnd full virðing. Þannig varð geisladiskurinn Katla Volcano & 4 other Icelandic Legends til.

Diskurinn inniheldur söguna um Kötlu, Gullfoss, skessuna Gilitrutt, Ævintýrið um Jóru í Jórukleif (Öxará) og meira að segja sögu um marbendil. Sögurnar eru á ensku, og eru framreiddar á skemmtilegan og lifandi hátt með tilheyrandi látum og effektum fyrir fólk með skopskyn.

Sögurnar eiga það sameiginlegt að gerast á og í kringum nokkra af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, og í textum inni í disknum er fjarlægð þeirra frá höfuðborginni og nokkrar aðrar staðreyndir teknar fram til fróðleiks.

Diskurinn átti að koma í dreifingu í byrjun júní, en allt fyrsta upplag seldist upp áður en hægt var að koma því í verslanir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.