Önnur breiðskífa listamannsins Umma Guðjónssonar mun líta dagsins ljós á næstu vikum og í tilefni af því hefur hann gefið út myndband við fyrstu smáskífu plötunnar,
“Bergmálið”.
Myndbandið var tekið upp á heimaslóðum Umma við strendur Djúpavogs í maí 2013 og fangar náttúru staðarins einkar vel.
„Með kvikmyndavél, einn gítar og heimaprjónaða lopapeysu frá mömmu að vopni var haldið út í veðrið og um það bil þremur klukkustundum síðar var allt myndefnið komið í hús. Undanfarnir dagar hafa svo farið í að klippa allt efnið saman og er útkoman myndband sem ég er virkilega stoltur af“, sagði Ummi um myndbandið sem leikstýrt var af Paul Arion, góðvini hans sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum.
Nánar verður tilkynnt um útgáfu nýju breiðskífunnar á næstu dögum á ummig.com