Rjóminn á ATP Iceland

Nick Cave

Rjóminn var einstaklega sáttur við ATP hátíðina sem fór fram á Ásbrú nú um helgina. Það var alveg með eindæmum góðmennt, þó maður hefði viljað sjá aðeins fleiri á svæðinu, og var stemmingin afar afslöppuð og ljúf. Maður þurfti varla að snúa sér í nema hálfhring til að sjá kunnuglegt andlit eða góðan kunningja.

Tónlistin var heilt yfir mjög góð þó auðvitað hefðu ekki öll atriðin höfðað jafn vel til manns. Hápunktarnir voru Monotown, Botnleðgja, The Fall, Ghostdigital og auðvitað eðaltöffarinn Nick Cave sem skilaði mögnuðu giggi þrátt fyrir að hafa tekið óvænta flugferð af sviðinu. Önnur tónlistaratriði voru ágæt. HAM virtust þó renna í gegnum sitt prógram bara af gömlum vana og SQÜRL, bandið hans Jim Jarmusch, var eiginlega ekki að gera neitt sem er þess virði að tala um. Extra rokkstig fara svo til Hjaltalín fyrir að leggja á annað borð í að fara upp á svið á eftir Nick Cave. Ég get vel skilið að meðlimir sveitarinnar hafi ekki verið sérstaklega áhugasamir að fylgja á eftir honum en þau skiluðu sínu og fá plús í kladdann fyrir það.

Ég vona innilega að ATP hátíðin nái að festa sig í sessi hér á landi og verði haldin aftur fljótlega. Gamla Kana-svæðið hentar einstaklega vel fyrir viðburð sem þennan og mætti hæglega slá upp viðameiri hátíð næst þar sem svæðið er gjörsamlega vannýtt eins og er.

Tómas Young og hans fólk á hrós skilið fyrir frábæra hátíð þar sem faglega var að öllu staðið. Áfram ATP!

2 responses to “Rjóminn á ATP Iceland”

  1. ólafur Þór says:

    Mögnuð hátíð.En Ghostdigital er eitthvert ógeðfeldasta eyrnarkonfekt sem sem framleitt hefur verið. Spurning hvort Einar Ö og Curver ættu ekki að reyna selja þetta ríkistjórnum stríðandi þjóða sem pyntignartól. Veit, að það myndu allir viðurkenna allt eftir korter af þessu kvalarfulla sargi sem einhverjir sleikipinnar eru að rembast við að dásama.

  2. Maður þarf að læra að meta Ghostigital. Ég gerði það sjálfur. En þegar maður fattar hvað þeir eru að reyna að gera þá er þetta allt önnur upplifun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.