• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Heiðurstónleikar í minningu Björns Kolbeinssonar á Faktorý í kvöld

Skátar

Hljómsveitin Skátar snýr aftur 5. júlí til að heiðra minningu Björns Kolbeinssonar. Hann var í íslensku jaðarrokksenunni þekktur sem Bjössi Skáti og sem og El Buerno. Bjössi lést í köfunarslysi í Silfru við Þingvelli 28. desember síðastliðinn. Hann hafði búið frá því í ágúst 2009 í Genf í Sviss þar sem hann starfaði sem lögfræðingur hjá EFTA.

Bjössi var gleðigjafi mikill og þess vegna vilja vinir hans heiðra minningu hans með fjölbreyttum, glaðværum og skemmtilegum tónleikum. Bjössi var alla tíð mikill tónlistarunnandi og sótti tónleika við hvert einasta tækifæri, hvar sem hann var staddur í heiminum. Bjössi ferðaðist mikið á ævinni og kom m.a. til Víetnam, Indlands, Machu Picchu, Guatemala og Kazakhstan á síðustu árum.

Hann mun aldrei hverfa úr minni þeirra sem hann þekktu enda hafði hann einstaklega góða nærveru, sýndi öllum gagnkvæma virðingu og einlægan áhuga. Hann spilaði á bassa og gítar í hljómsveitunum Skátar, Petrograd og Boltrope. Hann þótti oft fara framar öðrum í óbeislaðri sviðsframkomu og spilagleði, einnig var honum alltaf umhugað um hvort áhorfendur væru að skemmta sér á tónleikum og fylgdist grannt með fólki útí sal á meðan hann lagði sig allan fram í að spila frábæra tónleika.

Hvar: Faktorý, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Hvenær: Föstudaginn 5. júlí, kl. 22:00

Fram koma:

Bloodgroup
Grísalappalísa
Jan Mayen
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Skátar & vinir Bjössa úr kimono & Bloodgroup

Aðgangseyrir: 1000 kr.

Allur ágóði af tónleikunum mun renna til Kvennaathvarfsins.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply