Grísalappalísa gefur út ALI á morgun

Grísalappalísa - ALI

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af þeim Gunnari Ragnarssyni (áður: forsöngvari hljómsveitarinnar Jakobínurínu, sem vann Músíktilraunir árið 2005 og gaf út breiðskífuna, The First Crusade, árið 2007) og góðvini hans Baldri Baldurssyni, en félagarnir syngja og semja báðir texta sveitarinnar.

Gunnar og Baldur hópuðu saman tónlistarmönnum úr vinahópi sínum, en allir eru þeir rótfastir í grasrót íslensk tónlistarlífs. Það eru þeir Bergur Thomas Anderson og Rúnar Örn Marínóson (Oyama), Tumi Árnason og Albert Finnbogason (The Heavy Experience) og Sigurður Möller Sívertsen (Jakobínarína).

Hugmyndin við stofnun sveitarinnar var að blanda saman hnífbeittum íslenskum textum sem sækja innblástur í íslenska bókmenntahefð og minni úr rokksögunni við hráan og frjálslegan rokkkokteill hljóðfæraleikarana. Upp úr þessari hugmynd varð til breiðskífan ALI sem kemur í helstu plötuverslanir landsins á morgun, miðvikudaginn 10 júlí, undir merkjum 12 Tóna. Platan var hljóðrituð seinni hluta árs 2012 af Alberti Finnbogasyni en hljóðblönduð (af Alberti) og hljómjöfnuð (af Finni Hákonarsyni í Finnlandi) á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.