Moses Hightower gefur út remix plötu

Moses Hightower - Önnur Mósebók

Hljómsveitin Moses Hightower stendur fyrir hópfjármögnunarverkefni á karolinafund.com þessa dagana, en hún stefnir að plötuútgáfu í lok ágúst náist sett markmið í verkefninu.

Um er að ræða útgáfu á vínylplötu ásamt meðfylgjandi geisladiski, sem innihalda endurhljóðblandanir (remix) á lögum af síðustu plötu sveitarinnar, Annarri Mósebók. Sú kom út síðasta sumar og hlaut afar góðar undirtektir, frábæra dóma, Menningarverðlaun DV og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir laga- og textasmíðar.

Meðal þeirra sem hafa tekið Aðra Mósebók til kostanna og gert eigin útgáfur af lögum af henni sem fara á plötuna eru Borko, Sin Fang, Nuke Dukem, Halli Civelek, illi vill, Kippi Kaninus, Samúel Jón Samúelsson, Pedro Pilatus, Hermigervill og hiphop-flokkurinn Forgotten Lores.

Á síðu verkefnisins inni á karolinafund.com er hægt að festa sér eintök af hinni óútgefnu plötu, fyrri plötur sveitarinnar á pakkatilboðum og annað góðmeti, gegn áheitum til verkefnisins sem aðeins verða innheimt ef öll upphæðin, €2500, næst í hús.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.