Gísli Þór Ólafsson gefur út Bláar raddir

Mynd eftir Margréti Nilsdóttur

Út er kominn hljómdiskurinn Bláar raddir. Diskurinn inniheldur 10 lög Gísla Þórs Ólafssonar við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók Geirlaugs, Þrítengt sem kom út árið 1996.

Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Gestir á plötunni eru harmonikkuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson og söngkonan Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

Málverk á umslagi gerði Margrét Nilsdóttir.

Bláar raddir er önnur sólóskífa Gísla Þórs en hann hefur áður gefið út geisladiskinn Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon og 5 ljóðabækur í eigin nafni. Hann er einnig bassaleikari í bandinu Contalgen Funeral sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra, Pretty Red Dress.

Geirlaugur Magnússon gaf út 17 ljóðabækur og 3 þýðingar og kom hans fyrsta ljóðabók Annaðhvort eða út árið 1974.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.