múm sendir frá sér nýja breiðskífu

Hljómsveitin múm sendir frá sér sína sjöttu breiðskífu föstudaginn 6. september. Platan heitir Smilewound og inniheldur rafpopplög í knöppum stíl. Það er þýska útgáfan Morr Music sem gefur út, en Smilewound er fyrsta plata múm sem einnig kemur út á kassettu og er það Blood and Biscuit útgáfan sem fjölritar spólurnar. Aukalag á Smilewound er lagið “Whistle” sem múm hljóðritaði með hinni áströlsku Kylie Minogue.

Hljómsveitin mun fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um Evrópu í haust, en í sumar spilaði múm á nokkrum tónlistarhátíðum og fór meðal annars í hljómleikaferðalag til Asíu. Þau munu sömuleiðis koma fram á íslensku tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í lok október.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.