FALK safnar fyrir tónleikaferð á Karolina Fund

FALK

Óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) hefur á Karolina Fund hafið söfnun til að fjármagna 10 daga á tónleikaferð um Belgíu, Holland og Þýskaland.

FALK samanstendur af AUXPAN, OBERDADA von BRÛTAL, AMFJ og KRAKKKBOT, sem allir eru að gefa út nýja tónlist mánaðarlega frá og með október en tveir síðast nefndu fara í tónleikaferð, dagana 10. – 20. október til að kynna téðar útgáfur sem og félagsskapinn. Með í för verður sjónmyndasmiðurinn FIZK sem sér um að galdra fram myndræna framsetningu tónleikanna.

Tónleikaferðin hefur hlotið yfirskriftina FALK ÜBER EVROPA TOUR 2013 og liggur um N-þýskaland til Berlínar og þaðan til Hollands og niður til Belgíu. Eins og fyrr segir mun söfnunin fara fram á lýðsöfnunarsíðunni Karolina Fund og mun peningur sem safnast verða notaður til að standa undir kostnaði fyrir lestarferðum, gistingu og næringu á ferðinni.

Þessi fyrsta tónleikaferð FALK á erlendri grundu hefur í raun tvennan tilgang; bæði ætlum við að kynna okkur fyrir tónlistarunnendum þessara landa en á sama tíma starta tímabili af massívri útgáfuröð frá félagsskapnum sem verður rækilega kynnt á túrnum.

AMFJ leikur tilraunakennda óhljóða og industrial tónlist. Hann hefur verið að síðan 2008 þegar Aðalsteinn Jörundsson hóf að koma fram undir þessu nafni. Hann hefur gefið út nokkrar plötur, sú síðasta var BÆN sem kom út árið 2011.

KRAKKKBOT spilar einnig tilraunakennda raftónlist en blandar saman ólíkum pólum eins og hip hop og þungarokki inn í hljóð frá heimasmíðuðum drunboxum og hljóðbitar.

þann 26. september eru fjáröflunar tónleikar á Gauk á Stöng. Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles, bæði snillingar á sviðinu, hita upp fyrir KRAKKKBOT og AMFJ. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 1000 krónur inn

Allir sem leggja til aðstoð við verkefnið fá svo lítinn glaðning fyrir ómakið, eins og til dæmis áritað eintak af vinyl plötu eða jafnvel noise tónleika í heimahúsi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.