Nýtt og nýlegt íslenskt

1860

Við hefjum þessa yfirferð á splunkunýrri hljómsveit sem kallar sig Blóðberg. Hljómsveitin spilar dansvænt rafpopptónlist og hefur seinustu mánuði unnið að sex laga smáskífu þar sem sungið er bæði á íslensku og ensku. Upptökur fóru fram í Hljómi á Seltjarnarnesi og var upptökustjórn í höndum Páls Orra Péturssonar.

Meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið víða við á sínum tónlistarferli og hafa leikið með hljómsveitum á borð við Lovely Lion, Ásgeiri Trausta, Ylju, Orphic Oxtra, Útidúr, Fjallabræðrum, Vicky og Of Monsters and Men.

Eðalsveitin 1860 sendi í upphafi síðasta mánaðar frá sér plötuna Artificial Daylight og verður hún að teljast skylduhlustun fyrir alla tónlistarunnendur. Hér er vænt hljóðbrot af plötunni.

Hljómsveitin Johnny And The Rest sendu nýverið frá sér nýtt lag sem ber það skemmtilega nafn, “Mama Ganja”. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu strákanna og hefur lagið fengið mjög góðar viðtökur.

Triphop sveitin Urban Lumber, sem komin er með nýja söngkonu, Kareni nokkra Pálsdóttur, er komin með nýtt lag. Sveitn er á fullu að klára plötu og er von til að hún komi út í haust.

Það heyrist allt of lítið frá djössurum þessa lands hér á Rjómanum finnst mér og skal nú bætt fyrir það. Hér að neðan má heyra upptökur jazz kvartettins Kliður hjá Rás 2 en hann var stofnaður haustið 2012 og spilar melódískan jazz með skandinvískum blæ. Lög hópsins koma öll úr smiðju meðlima og hafa vakið athygli fyrir öðrvísi hljóðfæraskipan, enda þykir bandið hafa nokkuð sérstakan hljóm.

Fyrst við erum í jazz deildinni er gráupplagt að heyra nýjustu plötu píanistans Sunnu Gunnlaugs sem kallast Distilled. Með henni á plötunni spila Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur.

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að múm gaf nýverið út plötuna Smilewound. Á henni er m.a. að finna þennan hressilega lagstúf.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.