“Babylo”n er nýjasta afurð Ultra Mega Technobandsins Stefáns af rétt óútkominni plötu sem hlotið hefur nafnið ! og er jafnframt önnur plata sveitarinnar. Mun platan vera væntanleg í lok mánaðarins.
Arnór Dan úr Agent Fresco syngur með UMTBS að þessu sinni og var myndbandið tekið upp í Flórens á Ítalíu en Unnar Ari sá um leikstjórn og klippti.
Platan ! verður frumflutt í heild sinni í fyrsta sinn í hlustendapartý sem haldið verður á skemmtistaðnum Harlem fimmtudaginn 24. október næstkomandi.