Þeir eru margir sem bölva því að komast ekki á Iceland Airwaves hátíðina nú um mánaðarmótin (þó auðvelt hefði verið að redda sér miða tímanlega á hagstæðu verði) og sjá listamenn á borð við Kraftwerk, Emilíana Torrini, Yo La Tengo, Midlake, múm, Omar Souleyman, Ásgeir, John Grant, Fucked Up, Gold Panda, AlunaGeorge ofl. stíga á stokk.
En það er óþarfi að örvænta því off-venue dagsrkáin er sérlega skipuð þetta árið og verða yfir 600 ókeypis tónleikar haldnir víðsvegar um borgina í tengslum við hátíðina. Dagskránna má nálgast í allr sinni dýrð á vef Iceland Airwaves (pdf).
Hér er svo sérlega glæsilegur lagalisti í boði Airwaves til að smjatta á með skilningsvitunum.