Pönk og ska frá Bretalandi á Gauknum – The Activators og Kill Pretty

acti

Laugardaginn 26. október blása ensku hljómsveitirnar The Activators og Kill Pretty til tónleika á Gamla Gauknum við Tryggvagötu. Íslensku sveitirnar Caterpillarmen, Fivebellies og Dýrðin koma einnig fram.

The Activators er tíu manna sveit sem spilar einslags bræðing af ska,  reggae, pönki og þjóðlagatónlist. Textar sveitarinnar eru pólitískir og  tekið er á hinum ýmsu samtímamálum. Tónleikar Activators eru ávallt  bráðskemmtilegir, afar fjörugir og alltaf má reikna með einhverju óvæntu og spennandi.

Kill Pretty hefur vakið töluverða athygli í Manchester senunni að  undanförnu. Sveitin spilar hrátt pönkað rokk og er óhætt að segja að  tónleikar hennar séu einstök upplifun. Kill Pretty hefur nýlokið vinnu  við næstu plötu sína sem kemur út snemma árs 2014.

Caterpillarmen er tónlistaráhugamönnum að góðu kunn. Sveitin vinnur að útgáfu nýs  efnis og reikna má með að tónleikagestir fái að heyra eitthvað af því.  Fivebellies spila ábreiður, mestmegnis frá pönktímabilinu en annað fær  stundum að fljóta með. Dýrðin leikur svo dísætt nördapopp eins og þeim er einum lagið.

Það er Lesbian Lighthouse samsteypan sem stendur fyrir komu ensku sveitanna, rétt eins og þegar  The Activators komu hingað til tónleikahalds fyrir tveimur árum. Helsta  markmið samsteypunnar er að berjast gegn meginstraumum og bjóða  tónlistaráhugafólki upp á eitthvað dásamlegt og öðruvísi af jaðrinum.  Vonast er til að hægt verði að halda fleiri skemmtilega viðburði áður en langt um líður.

Tónleikarnir á Gauknum hefjast upp úr kl. 22 og standa fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er kr. 1500.

kill

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.