Bedroom Community á Airwaves

BedCom Airwaves

Líkt og fyrri ár blæs Bedroom Community útgáfan til metnaðarfulls tónlistarprógramms í tengslum við Airwaves-hátíðina sem fram fer í þessari viku.

Meðal nýjunga í ár eru fyrstu tónleikar Airwaveshátíðarinnar í Hallgrímskirkju, en einvalalið tónlistarmanna mun koma þar fram á ‘off-venue’ á miðvikudagskvöld frá 19 – 21. Tónleikarnir eru opnir öllum og frítt er inn og er auðvelt að lofa eftirminnilegu kvöldi enda kirkjan með eindæmum glæsileg og hljómmikil.

Fram koma:

James McVinnie
Ben Frost & Reykjavík Sinfonia
Nadia Sirota
Daníel Bjarnason
Valgeir Sigurðsson & Strengir

Jafnframt mun gefast kostur á að sjá tónleika með hefðbundnara sniði í Kaldalóni, Hörpu – föstudaginn 1. nóvember:

20.00-20.30 – Nadia Sirota
23.20 – 00.00 – Daníel Bjarnason

Önnur nýjung í ár er sérstök frumsýning heimildarmyndarinnar The Whale Watching Tour, en hún inniheldur tónleika útgáfunnar í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 2010 sem meðal annars uppskáru 5 stjörnur í Fréttablaðinu. Frumsýningin fer fram á heldur óhefðbundnum – en hentugum – stað: Hvalaskoðunarbátnum Eldingu við Reykjavíkurhöfn, sunnudaginn 3. nóvember frá 16 – 19. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn og munu Bedroom Community meðlimir þeyta skífum eftir frumsýningu.

Everything Everywhere All The Time (Official Trailer) from Bedroom Community on Vimeo.

Að lokum má benda á að hið árlega ‘off-venue’ útgáfunnar á Kaffibarnum – Bedroom Community & Vinir – er þéttskipað í ár – frá fimmtudegi til laugardags – en þeir tónleikar eru ókeypis og öllum opnir:

Fimmtudagur:
16.15-16.45 – Sóley
17.15-17.45 – Nadia Sirota
18.15 – 18.45 – Imago (Gyða Valtýsdóttir, múm)

Föstudagur:
16.15-16.45 — Conor O’Brien (Villagers)
17.15-17.45 — James McVinnie
18.15 – 18.45 — A. Rawlings, Wide slumber for Lepidopterists

Laugardagur:
16.15-16.45 — Mariam The Believer
17.15-17.45 — Valgeir Sigurðsson & Strengir
18.15 – 18.45 — Shahzad Ismaily

Til að taka forskot á sæluna og koma sér í rétta gírinn býður útgáfan upp á frítt niðurhal með þeim listamönnum hennar sem koma fram á Airwaves. Nálgast má plötuna í gegnum spilarann hér að neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.